Ok - memorial service / minningarathöfn fyrir jökulinn Ok
Memorial Service for Glacier
Vala Hafstað
vala@mbl.is
A 100 people attended a memorial service yesterday for the glacier Ok in the western Icelandic highlands, Morgunblaðið reports. A plaque was placed where the glacier used to be. Numerous foreign reporters attended the service, held at Lambahryggur ridge, on Kaldadalsvegur road. The idea for the memorial plaque came from two anthropology professors at Rice University in Texas, and the words on the plaque were written by author Andri Snær Magnason.
A view of the disappearing Ok. mbl.is/RAX
“At Ok, the predictions of scientists regarding the consequences of global warming have materialized,” Icelandic Prime Minister Katrín Jakobsdóttir stated. “If the development continues, more glaciers will disappear in coming years and decades. This is why I regard this moment today as a symbolic event for Iceland and, in fact, the whole world.”
Prime Minister Katrín Jakobsdóttir, left, listens to Mary Robinson, former president of Ireland. Between them is activist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir. Glaciologist Oddur Sigurðsson is on the right. mbl.is/Sigurður Bogi
Professors Cymene Howe and Dominic Boyer, with author Andri Snær Magnason, right. mbl.is/Sigurður Bogi
Inscribed on the plaque are these words: “A letter to the future. Ok is the first Icelandic glacier to lose its status as a glacier. In the next 200 years, all our glaciers are expected to follow the same path. This monument is to acknowledge that we know what is happening and what needs to be done. Only you know if we did it.”
Following the ceremony, most of the guests hiked up to the place where the glacier used to be.
Five years ago, it was declared that Ok no longer qualified as a glacier. At its largest, in 1900, it measured about 15 km2, but had diminished to 0.7 km2 in 2012, and has become even smaller since then. Scientists point out that this is the result of the climate crisis and that other Icelandic glaciers are fast retreating.
The prime minister stressed that the global community would have to react quickly to the climate crisis, which will be among the top items on the agenda at an annual meeting of the Nordic countries, scheduled for today in Reykjavík.
“A warming climate is not just about environmental issues,” Katrín stated, “but also about, for example, the economic and social systems of countries. More and more people are realizing that when we talk about a climate crisis, this is the reality in countries experiencing heat waves, floods and droughts.”
__________________________________________________________________
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga. Landslagið er vissulega enn þá fallegt, en fegurðin dvínar í augum okkar sem vitum hvað var þarna áður og hvers vegna það er horfið.“
Svo skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook, en laust fyrir hádegi hófst athöfn á Oki í Kaldadal í Borgarfirði þar sem minningarskjöldur um jökulinn horfna var afhjúpaður, en Okjökull hætti að vera jökull samkvæmt skilgreiningum vísindamanna árið 2014.
Um eitt hundrað manns eru viðstödd, en afhjúpun skjaldarins hefur vakið heimsathygli undanfarið og beint augum að þeirri staðreynd að á Íslandi er jökulísinn að hverfa.
Frétt af mbl.is
Jöklarnir hopa hratt og örugglega
Forsætisráðherra segir að í dag rísum við upp, „efldari en nokkru sinni í baráttunni fyrir náttúrunni.“ „Við stöndum frammi fyrir fordæmalausri stöðu. Í dag er tími aðgerða því afleiðingar hamfarahlýnunar blasa við um heim allan. Hitabylgjur, flóð, þurrkar og öfgakenndar sveiflur eru birtingarmyndin og valda neyð og hörmungum,“ skifar Katrín, sem hefur í vikunni ritað greinar um hvarf jökulsins og nauðsyn þess að takast á við loftslagsbreytingar, meðal annars í New York Times.
Frétt af mbl.is
Fönnin á Oki á stöðugu undanhaldi
„Við verðum að gera þetta saman: fyrir jöklana, fyrir framtíðina og fyrir okkur sjálf,“ skrifar forsætisráðherra í dag.
Að uppsetningu skjaldarins á Oki standa Cymene Howe og Dominic Boyer, mannfræðingar og rannsóknafólk við Rice-háskóla í Texas í Bandaríkjunum. Einnig koma að málum Oddur Sigurðsson jöklafræðingur og Andri Snær Magnason sem er höfundur texta á minningarskildinum sem ber yfirskriftina Bréf til framtíðar.
Í texta Andra Snæs á skildinum segir að búast megi við að á næstu 200 árum fari allir jöklar sömu leið og Okjökull. Hvarf hans geti verið upphafið að öðru og meira.
Færslu Katrínar má lesa í heild sinni hér að neðan:
Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga. Landslagið er vissulega enn þá fallegt, en fegurðin dvínar í augum okkar sem vitum hvað var þarna áður og hvers vegna það er horfið.
En í dag rísum við líka upp, efldari en nokkru sinni í baráttunni fyrir náttúrunni. Við stöndum frammi fyrir fordæmalausri stöðu. Í dag er tími aðgerða því afleiðingar hamfarahlýnunar blasa við um heim allan. Hitabylgjur, flóð, þurrkar og öfgakenndar sveiflur eru birtingarmyndin og valda neyð og hörmungum.
Við hér á Íslandi stefnum að kolefnishlutleysi í síðasta lagi 2040 en við verðum að sýna árangur strax í þeirri vegferð. Nú þegar eru aðgerðir hafnar samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda sem kynnt var í fyrra og um leið höfum við bætt við frekari aðgerðum. Við munum sjá nýja græna skatta og lækka álögur á rafhjól sem lið í að draga úr bílaumferð. Með verkefnum í landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis sem eru þegar farin af stað munum við binda 50% meira kolefni árlega árið 2030 en við gerum í dag. Til að setja umfangið í samhengi endurheimtum við í fyrra votlendi á stærð við um 63 fótboltavelli en árið 2022 munum við endurheimta votlendi á stærð við 700 fótboltavelli. Sama ár verða landgræðsluverkefni á svæði á stærð við tæplega 17.000 fótboltavelli og skógrækt á öðrum ríflega 3000 völlum.
Við verðum líka að nýta hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til að láta í okkur heyra og stilla okkur þar upp í fararbroddi með öðrum þjóðum sem vilja leggja sitt af mörkum. Við verðum að gera þetta saman: fyrir jöklana, fyrir framtíðina og fyrir okkur sjálf.

